Um fyrirtækið

Betri árangur ehf, er fyrirtæki sem býður upp á alls kyns námskeið en hefur þó einkum lagt áherslu á íslensku fyrir útlendinga.Inga Karlsdóttir annast kennslu fyrir útlendinga en hún er með BA í íslensku og stundar nú nám til meistaraprófsréttinda í menntunarfræðum við framhaldsdeild Kennaraháskólans, áætluð lok 2009.


Auk þess hefur hún í fórum sínum 15 einingar í námsskrárgerð, einingar í stjórnun og fjölmiðlafræði ásamt aukaeiningum í íslensku og grunn- og framhaldsskóla kennsluréttinda. Inga hefur kennt íslensku fyrir útlendinga síðan árið 1985, við Málaskólann Mími, á eigin vegum og fyrir ýmsar stofnanir. (Hún hefur einnig kennt íslensku við Menntaskólann í Kópavogi frá árinu 1987).


Betri árangur leggur, í hvívetna, mikla áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð og persónulega þjónustu.
Advertisements